Verður sá hæst launaði

Nicklas Bendtner við undirskriftina hjá Rosenborg í gær.
Nicklas Bendtner við undirskriftina hjá Rosenborg í gær. Ljósmynd/rbk.no

Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner, sem í gærkvöld gekk óvænt til liðs við norska meistaraliðið Rosenborg, verður hæst launaði leikmaður félagsins.

Danska Ekstra Bladet segir að Bendtner fá um 5 milljón norskra króna á ári en sú upphæð jafngildir rúmum 65 milljónum króna.

Þá fékk Daninn 2,5 milljónir norskra króna við undirskrift eða um 32 milljónir íslenskra króna en Bendtner gerði þriggja ára samning við Rosenborg og leikur væntanlega sinn fyrsta leik með liðinu á sunnudaginn þegar það mætir Íslandsmeisturum FH á æfingamóti á Marbella á Spáni.

Bendtner er að lækka verulega í launum en kemur til Rosenborg frá enska B-deildarliðinu Nottingham Forest. Laun hans þar á ári voru sem svarar 180 milljónum króna og þegar hann var í herbúðum Wolfsburg í Þýskalandi frá 2014-16 námu árslaun hans um 346 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert