Jarðskjálftamælar tóku kipp þegar Barcelona sigraði París SG, 6:1, í ótrúlegum leik á miðvikudagskvöldið í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.
Jarðskjálftamælingar fara fram um 500 metra frá Nou Camp leikvanginum og mælarnir byrjuðu örlítið að hreyfast þegar heimamenn skoruðu annað og þriðja mark sitt.
Það varð allt vitlaust á vellinum þegar Sergi Roberto skoraði markið sem tryggði Barcelona sæti í 8-liða úrslitum. Roberto skoraði markið á síðustu mínútu uppbótartíma og mældust fagnaðarlætin í kjölfarið líkt og jarðskjálfti að stærðinni 1,0 hefði átt sér stað.