„Ég er með sönnunargögn“

Fögnuður Börsunga var ósvikinn eftir leikinn ótrúlega á miðvikudag.
Fögnuður Börsunga var ósvikinn eftir leikinn ótrúlega á miðvikudag. AFP

Tæplega 180 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að seinni leikur Barcelona og Paris SG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu verði leikinn aftur.

Eins og áður hefur komið fram vann Barcelona leikinn á miðvikudag 6:1 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4:0. Sergi Roberto tryggði Barcelona sæti í 8-liða úrslitum á síðustu andartökum leiksins.

Luis Melendo Olmedo, stuðningsmaður erkifjenda Barcelona í Real Madrid, hóf undirskriftasöfnun á change.org á föstudag þar sem þess er krafist að leikurinn verði leikinn aftur. Hann segir að dómari leiksins, Deniz Aytekin, hafi gert fjölda mistaka og tilgreinir þau flest með myndum máli sínu til stuðnings.

„Þessi atvik sköðuðu PSG. Ég er með sönnunargögn fyrir alla sem vilja sjá,“ skrifar Olmedo hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert