Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, var í búlgarska miðlinum Topsport í fyrradag sagður líklegur til að ganga til liðs við Levski Sofia þar í landi. Levski er næstsigursælasta félagslið Búlgaríu og varð í 3. sæti búlgörsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð Hólmari til boða að fara til Levski að láni frá félagi sínu, Maccabi Haifa í Ísrael, en hafnaði því. Hann er því enn samningsbundinn félaginu nú þegar styttist í að lokað verði fyrir félagaskipti í flestum deilda Evrópu um mánaðamótin.
Hólmar var ekki í leikmannahópi Maccabi Haifa í gær þegar liðið lék fyrsta leik sinn á tímabilinu í ísraelsku úrvalsdeildinni. Raunar er Hólmar ekki skráður á leikmannalista liðsins á heimasíðu félagsins, eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku, og að hann er ekki í áætlunum þjálfara þess vegna leiktíðarinnar sem nú er hafin.