Versta tap Norðmanna í 45 ár

Jonas Svensson og Jonas Hector í baráttum um boltann í …
Jonas Svensson og Jonas Hector í baráttum um boltann í kvöld. AFP

Tap Norðmanna, undir stjórn Lars Lagerbäck, gegn Þjóðverjum í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld er versta tap þeirra í 45 ár en eins og fram kom á mbl.is fyrr í kvöld fögnuðu Þjóðverjar 6:0 sigri.

Þetta er versti ósigur norska landsliðsins frá því árið 1972 þegar það tapaði, 9:0, fyrir Hollendingum í undankeppni HM.

Norskir fréttamiðlar gefa norska liðinu falleinkunn fyrir frammistöðuna í kvöld og til að mynda fengu sex leikmenn liðins 1 í einkunn hjá TV2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert