Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á skotskónum fyrir Lokeren í belgísku A-deildinni í kvöld þegar liðið heimsótti ríkjandi meistara Anderlecht í leik sem endaði með dramatísku tapi Lokeren, 3:2.
Lokeren var hins vegar yfir í hálfleik, en vinstri bakvörðurinn Ari Freyr kom liðinu í 2:1 á 36. mínútu. Meistararnir jöfnuðu hins vegar metin þegar 13 mínútum voru eftir. Dramatíkin var hins vegar mikil í lokin því Anderlecht tryggði sér sigurinn með marki í uppbótartíma, lokatölur 3:2.
Lokeren er með sex stig eftir sex leiki um miðja deild en Anderlecht er með átta stig. Club Brugge og Sporting Charleroi eru efst og jöfn með fullt hús stiga eftir fimm leiki.