Þrumuskot og mark Ara Freys (myndskeið)

Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ari Freyr Skúlason skoraði glæsilegt mark fyrir Lokeren í kvöld þegar liðið mátti sætta sig við dramatískt tap fyrir meistaraliði Anderlect, 3:2, í belgísku A-deildinni í knattspyrnu eins og mbl.is greindi frá.

Ari kom Lokeren í 2:1 með viðstöðulausu skoti frá vítateigshorninu, beint í fjærhornið. Glæsilegt skot eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert