Króatar reka þjálfarann fyrir lokaleikinn

Ante Cacic var rekinn eftir jafntefli við Finnland.
Ante Cacic var rekinn eftir jafntefli við Finnland. AFP

Króatar hafa rekið landsliðsþjálfarann Ante Cacic úr starfi eftir að liðið gerði 1:1 jafntefli við Finnland í riðli Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær.

Knattspyrnusamband Króatíu fundaði eftir leikinn í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Cacic myndi ekki stýra Króötum í lokaleiknum gegn Úkraínu í Kiev á mánudag.

Ekki er ljóst hver tekur við eða stýrir Króötum í síðasta leiknum, en bæði lið eru með 17 stig á meðan Ísland er í toppsætinu með 19 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert