Króatar hafa rekið landsliðsþjálfarann Ante Cacic úr starfi eftir að liðið gerði 1:1 jafntefli við Finnland í riðli Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær.
Knattspyrnusamband Króatíu fundaði eftir leikinn í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Cacic myndi ekki stýra Króötum í lokaleiknum gegn Úkraínu í Kiev á mánudag.
Ekki er ljóst hver tekur við eða stýrir Króötum í síðasta leiknum, en bæði lið eru með 17 stig á meðan Ísland er í toppsætinu með 19 stig.