Ísland sterkasta lið HM miðað við höfðatölu

Íslenska liðið fagnar sæti sínu á HM.
Íslenska liðið fagnar sæti sínu á HM. mbl.is/Golli

Breski miðillinn Telegraph birti í dag lista yfir þær þjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM í knattspyrnu í skemmtilegri röð. Þar er reiknaðar saman höfðatölur landanna og FIFA stig þeirra og reiknað hvaða þjóð er með sterkasta landsliðið miðað við höfðatölu. 

Þar er Ísland í efsta sæti með 931 FIFA stig og 333.025 manns sem gerir 0,0027788971 FIFA stig fyrir hvern íbúa landsins. Úrúgvæ er í 2. sæti með 0,0003017285 FIFA stig fyrir hvern íbúa og Kostaríka er í 3. sæti með 0,0001907958 FIFA stig fyrir hvern íbúa. 

Listann skemmtilega má sjá í heild sinni með að smella hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka