Tekur Heimir við færeysku meisturunum?

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færeyski miðillinn in.fo greinir frá því í dag að Sámal Erik Hentze sé hættur með Færeyjameistaranna í Víkingi Götu og að Heimir Guðjónsson sé líklegur eftirmaður hans. 

Heimir var rekinn frá FH eftir síðustu leiktíð, en FH og Víkingur mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni. Samkvæmt miðlinum hefur félagið sett sig í samband við Heimi og viðræður eru farnar af stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert