Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, var ekki sáttur við niðurstöðuna í kjöri á íþróttamanni ársins en kjörinu var lýst í hófi í Hörpu í kvöld.
Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrir valinu sem íþróttamaður ársins þar sem hún hafði betur í baráttunni við knattspyrnumennina Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson sem höfnuðu í 2. og 3. sæti.
Geir skrifaði eftirfarandi texta á twittersíðu sína:
„Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruð aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017!!“
Þetta gengur ekki lengur - þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins - fá til verksins hundruð aðila sem til þekkja - knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!
— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) December 28, 2017