Portúgalski fótboltasnillingurinn Cristiano Ronaldo beitti nýju „töfrabragði “þegar hann framkvæmdi vítaspyrnu í leik Real Madrid og Paris SG í Meistaradeildinni í gærkvöld.
Ronaldo náði að láta boltann skoppa sekúndubroti áður en hann tók spyrnuna og hann skoraði af öryggi úr vítinu og skoraði þar með sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni.
Vangaveltur voru í gangi að Ronaldo hefði snert boltann með stoðfæti sínum áður en hann tók vítaspyrnuna en þegar menn skoðuðu spyrnuna í hægri endursýningu af myndbandi rreyndist svo ekki vera heldur náði hann með einhverjum hætti að hreyfa við torfunni á vítapunktinum sem gerði það af verkum að boltinn var á lofti þegar Ronaldo spyrnti í knöttinn.
Graham Poll, fyrrum dómari, segir að Ronaldo hafi klárlega ekki snert boltinn meira en einu sinni en þar sem boltinn hafi hreyfst að vítapunktinum áður en Ronaldo sparkaði í boltann hefði dómarinn átt að láta framkvæma spyrnuna á nýjan leik.
Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá vítaspyrnuna hjá Ronaldo.