Íslenskir knattspyrnumenn voru á ferðinni með liðum sínum víðsvegar um Evrópu í allan dag. Mbl.is færði lesendum sínum þá nýbreytni að geta fylgst með þeim öllum á sama stað, í þessari frétt sem var uppfærð jafnt og þétt í allan dag eftir því sem leikjum Íslendinganna lauk í hinum ýmsu deildum og löndum.
Hér fyrir neðan má sjá hvað íslenskir knattspyrnumenn gerðu með liðum sínum í dag. Hæst ber að nefna sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar með Malmö og glæsilegt mark sem Rúnar Már Sigurjónsson skoraði gegn liðinu sem hann er samningbundinn.
10.00 Gaziantepspor - Elazigspor 0:3
Theódór Elmar Bjarnason leikur með Elazigspor í tyrknesku B-deildinni en var ekki í hópnum í dag. Væntanlega eru það lítils háttar meiðsli sem eru að plaga okkar mann. Elazigspor hefur 41 stig í 7. sæti eftir 28 leiki og er 2, 3, 4 og 8 stigum frá liðunum í umspilssætunum, í 3.-6. sæti, sem eiga leik til góða.
11.00 Arsenal Tula - Rostov 2:2
Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson leika með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni og léku allir allan leikinn í dag. Björg Bergmann lagði upp fyrra mark Rostov og spilaði í fremstu víglínu liðsins. Sverrir Ingi og Ragnar léku saman í þriggja manna varnarlínu Rostov sem leikur með vængbakverði. Rostov hefur 27 stig í 10. sæti af 16 liðum og er nær fallsvæðinu en Evrópusæti. Fjögur stig eru í Tosno sem er í umspilssæti.
12.00 Sandhausen - Bochum 2:3
Rúrik Gíslason skoraði fyrir Sandhausen í þýsku B-deildinni, kom liðinu í 2:0 á 24. mínútu, og spilaði allan leikinn á hægri kanti í 3:2 tapi á heimavelli. Liðið hefur 36 stig í 8. sæti og er átta stigum frá Holstein Kiel í umspilssæti um að komast upp um deild. 27 umferðir eru búnar af 34.
14.30 Augsburg - Werder Bremen 1:3
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg og Aron Jóhannsson með Werder Bremen í þýsku 1. deildinni. Aron kom inn á á 90. mínútu hjá Bremen en Alfreð er frá vegna meiðsla. Bremen hefur 33 stig í 12. sæti og Augsburg 35 stigí 10. sæti. Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild.
13.00 Slavia Prag - Slovan Liberec 5:0.
Sandra María Jessen leikur með Slavia Prag í tékknesku 1. deildinni sem vann góðan 5:0 sigur í dag. Sandra María var í byrjunarliðinu og skoraði ekki. Slavia Praha er í 1. sæti, með 37 stig, sex stigum frá Sparta Praha sem á leik til góða.
13.30 Tavagnacco - Fiorentina 3:0
Sigrún Ella Einarsdóttir leikur með Fiorentina í ítölsku A-deildinni. Sigrún Ella kom inn í lið Fiorentina á 63. mínútu. Fiorentia er í 5. sæti með 25 stig og siglir lygnan sjó hvorki í topp- né fallbaráttu.
17.00 Udinese - Sassuolo 1:2
Emil Hallfreðsson leikur með Udinese í ítölsku A-deildinni. Emil var allan tímann á varamannabekk Udinese sem siglir lygnan sjó um miðja deild með 33 stig eftir 28 leiki.
14.30 Lilleström - Sarpsborg 2:2
Orri Sigurður Ómarsson leikur með Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni. Orri var ekki í leikmannahópi Sarpsborg í dag sem er með fjögur stig eftir tvær umferðir.
17.00 Rosenborg - Kristiansund 2:2
Matthías Vilhjálmsson leikur með norsku meisturunum Rosenborg en er frá keppni fram á sumar eftir að hafa slitið krossband í haust. Rosenborg er í 9. sæti með aðeins eitt stig eftir fyrstu tvær umferðinnar.
15.00 Aberdeen - Dundee 1:0
Kári Árnason leikur með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni. Var allan tímann á bekknum í dag. Aberdeen hefur 56 stig í 3. sæti.
15.00 Stoke - Everton 1:2
Gylfi Sigurðsson leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni en er frá keppni vegna meiðsla. Everton hefur 40 stig eftir sigurinn og er í 9. sæti deildarinnar.
15.00 Bristol City - Ipswich 1:0
Hörður Björgvin Magnússon leikur með Bristol City í ensku B-deildinni. Hörður fór meiddur af velli á 71. mínútu. Bristol hefur 61 stig í 7. sæti og er í gríðarlega harðri baráttu um umspilssæti um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Sæti 3-6 gefa þáttökurétt í umspilið og er baráttan einkar hörð um 5. og 6. sætið þar sem Derby og Middlesbrough hafa 62 stig en Derby á leik til góða. Auk þess hafa Preston og Sheffield United 60 stig í 8. og 9 . sæti og Millwall 58 stig er 8 umferðir eru eftir.
15.00 Norwich - Reading 3:2
Jón Daði Böðvarsson og Axel Andrésson, sem er frá keppni vegna meiðsla, leika með Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði er ekki í hópnum hjá Reading vegna meiðsla á smávægilegra meiðsla á kálfa að hans sögn. Reading hefur 36 stig í 19. sæti og er þremur stigum frá fallsæti.
17.30 Bolton - Aston Villa 1:0
Birkir Bjarnason leikur með Aston Villa í ensku B-deildinni. Birkir lék allan leikinn en gat ekki í komið í veg fyrir óvænt tap. Aston Villa er í 4. sæti B-deildarinnardeildarinnar með 69 stig eftir 38 leiki og í mikilli baráttu um að komast upp í deild þeirra bestu.
15.00 HB - Víkingur Götu 2:1
Brynjar Hlöðversson leikur með HB í færeysku úrvalsdeildinni og Heimir Guðjónsson þjálfar liðið. Leikurinn var í 2. umferðinni, en Víkingur Götu er Færeyjameistari. HB er nú með þrjú stig eftir tvo leiki. Brynjar kom inn á sem varamaður á 85. mínútu og spilaði sinn fyrsta leik fyrir HB.
17.00 Jagiellonia - Arka Gdynia 3:2
Böðvar Böðvarsson leikur með Jagiellonia í pólsku úrvalsdeildinni. Böðvar var allan tímann á varamannabekknum. Jagiellonia skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði sér sigur. Liðið er í toppsæti deildarinnar með 54 stig eftir 28 leiki, en Böðvar hefur komið við sögu í einum leik í vetur, eftir að hann kom til liðsins frá FH í febrúar.
17.15 Östersund - Malmö 0:1
Arnór Ingvi Traustason leikur með Malmö sem er í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar. Arnór var í byrjunarliðinu og skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. Hann var tekinn af velli á 89. mínútu. Malmö mætir AIK eða Djurgarden í bikarúrslitum.
18.00 Zürich - Young Boys 1:2
Guðlaugur Victor Pálsson leikur með Zürich í svissnesku úrvalsdeildinni. Guðlaugur lék allan leikinn sem varnartengiliður og var fyrirliði liðsins í leiknum. Guðlaugur og félagar eru í 4. sæti með 35 stig.
18.00 St.Gallen - Grasshoppers 2:1
Rúnar Már Sigurjónsson leikur með St. Gallen í svissnesku úrvalsdeildinni en er í láni frá Grasshoppers. Rúnar skoraði fyrra mark St. Gallen með stórglæsilegu skoti og lagði upp sigurmarkið. St. Gallen er í þriðja sæti með 42 stig.
18.45 PSV Eindhoven - Venlo 3:0
Albert Guðmundsson leikur með PSV í hollensku úrvalsdeildinni. Albert var allan tímann á varamannabekknum hjá toppliðinu. PSV er með tíu stiga forskot á Ajax eftir 28 leiki.