Elías Már skoraði tvö í Íslendingaslag

Elías Már Ómarsson í leik með U21 landsliði Íslands.
Elías Már Ómarsson í leik með U21 landsliði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elías Már Ómarsson hafði betur gegn landa sínum, Óttari Magnúsi Karlssyni, er hann gerði tvö mörk fyrir Gautaborg í 3:1-sigri á Trelleborg.

Elías Már kom gestunum yfir strax á 20. mínútu áður en Zoran Jovanovic jafnaði metin skömmu fyrir hálfleik en strax í upphafi síðari var Elías aftur á ferðinni, staðan orðin 2:1.

Vajeba Sakor gerði svo endanlega út um leikinn með þriðja marki gestanna en þeir Elías og Óttar léku báðir allan leikinn. Elías skoraði ekki eitt einasta mark í þeim 25 leikjum sem hann spilaði á síðasta tímabili.

Óttar var að spila sinn fyrsta leik fyrir Trelleborg en hann var lánaður þangað á dögunum frá norska úr­vals­deild­arliðinu Molde.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert