FIFA rannsakar tólf marka sigurinn

Erling Braut Haaland kann að telja upp á níu.
Erling Braut Haaland kann að telja upp á níu. Ljósmynd/@erling.haaland

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl í kringum leik U20 ára landsliða Noregs og Hondúras í gær. Norska liðið vann 12:0-sigur er þjóðirnar mættust á HM 20 ára og yngri í Póllandi.  

Jorge Salomón, forseti knattspyrnusambands Hondúras, staðfesti það í samtali við Diario Deportivo Diez dagblaðið í heimalandinu. „Við höfum verið í samskiptum við FIFA sem ætlar að skoða og rannsaka þetta," sagði Salomón. 

Erlin Braut Haaland, leikmaður RB Salzburg, skoraði níu mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Hondúras fékk tvö rauð spjöld og þótti liðið gera Norðmönnum grunsamlega auðvelt fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert