Maðurinn sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözoglu, fyrirliða knattspyrnulandsliðs Tyrklands í Leifstöð í gær er fundinn. Maðurinn heitir Corentin Siamang og er frá Belgíu.
Tyrkir voru allt annað en sáttir við uppátækið og logaði Facebook-síða knattspyrnusamband Íslands með miður fallegum skilaboðum tyrkneskra stuðningsmanna í kjölfarið.
Stuðninsmenn Tyrklands eru nú farnir að skilja eftir athugasemdir hjá Siamang á Facebook og þegar fréttin er skrifuð eru tæplega 4000 manns búnir að skrifa athugasemd við nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlinum.
Uppfært: Siamang er búinn að eyða Facebook-síðu sinni.