Coutinho viðurkennir óvissu

Philippe Coutinho
Philippe Coutinho AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho viðurkenndi á blaðamannafundi í dag að framtíð hans væri í óvissu. Coutinho náði sér ekki almennilega á strik með Barcelona á síðustu leiktíð og hefur hann verður orðaður við brottför frá félaginu. 

Coutinho er samningsbundinn Barcelona til 2023, en spænska félagið borgaði Liverpool 142 milljónir punda fyrir leikmanninn á síðasta ári. Coutinho hefur hins vegar aðeins skorað fimm mörk í 34 leikjum hjá Barcelona. 

Hann hefur verið orðaður við félög eins og PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi, en hann er nú með landsliði Brasilíu á heimavelli í Ameríkubikarnum. „Það er margt í fjölmiðlum núna um framtíð mína sem er ekki satt. Ég veit ekki hvað gerist næst og það er sannleikurinn," sagði Coutinho. 

„Þetta var ekki góð leiktíð hjá mér og ég náði ekki að skapa eða skora nægilega mikið. Vonandi nota ég tímabilið sem lærdóm og ég verð betri í framtíðinni. Núna einbeiti ég mér bara að landsliðinu," bætti hann við. Til greina kemur að Coutinho verði skipt til PSG og landi hans Neymar fari í hina áttina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert