Kolbeinn Sigþórsson er í byrjunarliði sænska knattspyrnufélagsins AIK sem nú leikur gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta er hans annar leikur í byrjunarliðinu síðan hann gekk til liðs við félagið í lok mars á þessu ári.
Það tók Kolbein 24. mínútur að stimpla sig inn en hann kom AIK yfir á 24. mínútu en þetta var hans fyrsta mark fyrir sænska félagið.Framherjinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en hann hefur nú komið við sögu í fimm leikjum með AIK á tímabilinu.
AIK er í öðru sæti deilldarinnar með 31 stig eftir fyrstu sextán leiki sína, þremur stigum minna en topplið Malmö.
1-0 till AIK! Goalbeinn Sigþórsson har presenterat sig för sin nya hemmapublik. målet i den 24:e matchminuten kommer efter ett fint samspel med Henok Goitom. pic.twitter.com/UvNTmehp76
— AIK Fotboll (@aikfotboll) July 13, 2019