Arnór hetja Lilleström

Arnór Smárason fagnar marki með Lilleström.
Arnór Smárason fagnar marki með Lilleström. Ljósmynd/Lilleström

Skagamaðurinn Arnór Smárason opnaði markareikning sinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu keppnistímabili þegar Lilleström hafði betur gegn Strömsgodset 2:1 á heimavelli.

Arnór skoraði bæði mörk sinna manna en hann skoraði mörkin á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Strömsgodset minnkaði muninn á 73. mínútu leiksins.

Arnór lék allan tímann með Lilleström sem er í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir fimmtán leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert