Eins og mbl.is greindi frá í gær valdi knattspyrnutímaritið Fourfourtwo tíu bestu markmenn heims um þessar mundir. Var Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, valinn sá besti.
Nú hefur tímaritið valið tíu bestu hægri bakverði heims og eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni áberandi á listanum. Þrír af fjórum efstu leika í deildinni og fjórir af sex efstu.
Hér að neðan má sjá listann og umsögn blaðamanna Fourfourtwo um hægri bakverðina tíu.
Belginn hefur aðeins lagt upp eitt mark í frönsku 1. deildinni á leiktíðinni og deilt stöðunni með Colin Dagba. Stærsta ástæða þess er að Thomas Tuchel er að spara hann fyrir stærstu leiki tímabilsins í Meistaradeildinni. Meunier hefur verið að glíma við meiðsli en þegar hann er heill er hann stórskemmtilegur bakvörður og góður í bæði vörn og sókn.
Portúgalinn hefur hægt og örugglega gert stöðuna að sinni hjá Barcelona síðan hann kom til félagsins á 35 milljónir evra árið 2017. Semedo er eldsnöggur og eins og aukaframherji þegar hann brunar upp í sóknina. Verður að bæta sendingar en er með allt annað.
Átti erfitt síðasta tímabil þar sem hann var mikið meiddur. Kom sterkari til baka á þessari leiktíð og er búinn að leggja upp fimm mörk og skora tvö til viðbótar í spænsku deildinni. Góður að hjálpa til í sókninni og öruggur í vörninni.
Varð heimsmeistari með Frökkum 2018 en er ekki einu sinni efsti Bæjarinn á þessum lista. Bayern keypti hann á rúmlega 30 milljónir evra frá Stuttgart og hefur verið magnaður síðan. Góður að tækla, góður á boltanum og með galdra í hægri fætinum. Martröð fyrir sóknar- og varnarmenn andstæðinganna.
Það kom nokkuð á óvart þegar Leicester borgaði 20 milljónir punda fyrir portúgalskan hægri bakvörð sem fáir könnuðust við sumarið 2018. Síðan þá hefur hann svo sannarlega sannað verðgildi sitt, því hann hefur spilað gríðarlega vel. Enginn í ensku úrvalsdeildinni á jafn margar vel heppnaðar tæklingar á leiktíðinni og þá er hann hættulegur þegar hann sækir og er búinn að skora þrjú mörk í deildinni á leiktíðinni.
Það er nánast óhugsandi að Achraf Hakimi sé bara 21 árs. Hakimi er lánsmaður frá Real Madríd og er einn mest spennandi ungi bakvörður Evrópu. Hann er ótrúlega snöggur og búinn að leggja upp 14 mörk og skora fimm síðan hann kom til Þýskalands fyrir síðustu leiktíð. Það verður spennandi að sjá hvort hann fer aftur til Real í sumar eða verður áfram hjá Dortmund.
Einn besti leikmaðurinn hjá City sem hefur orðið Englandsmeistari tvö ár í röð. Walker er með allt sem þjálfarar vilja í nútíma hægri bakverði. Hann er snöggur, sterkur, agaður, getur hlaupið endalaust og gefur góðar sendingar. Það er skiljanlegt að City hafi borgað Tottenham 50 milljónir fyrir hann á sínum tíma. Hefur lagt upp 12 mörk í 130 leikjum með City og hlaupin hans fram völlinn búa til svæði fyrir aðra leikmenn.
Martin Keown sagði hann besta einn-á-einn-varnarmann í ensku úrvalsdeildinni þegar hann fór illa með Raheem Sterling í Manchester-slag. Wan-Bissaka er sterkari og fljótari en flestir aðrir varnarmenn. Vinnur 84,6% tæklinga sem hann fer í, sem er hæsta hlutfall í efstu deildum Evrópu. Fullur sjálfstrausts og mikilvægur hlekkur í liði Solskjærs. Getur orðið enn betri.
Gæti auðveldlega verið langbesti hægri bakvörður í heimi, ef hann spilaði ekki oft sem varnarsinnaður miðjumaður. Fer í bakvörðinn í stærstu leikjunum og skilar nánast fullkominni frammistöðu í hvert skipti. Kimmich er magnaður varnarmaður sem hefur á sama tíma lagt upp 48 mörk og skorað 21 í rétt rúmlega 200 leikjum með Bayern.
Hægri bakverðir eiga ekki að vera svona mikilvægir í liði sem er Evrópumeistari og á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Hann á samt sem áður stóran þátt í velgengni Liverpool. Alexander-Arnold er aðeins 21 árs en er samt einn besti leikmaður Evrópu. Búinn að leggja upp 12 mörk á tímabilinu og getur gefið 50 metra sendingar auðveldlega. Sýndi öllum hvað hann er klár er hann lagði upp mark á Divock Origi gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Liverpool er í góðum málum þegar Alexander-Arnold er með boltann.