„Þetta kallast að svindla“

Birkir Bjarnason (8) tók vítaspyrnu Íslands undir lok leiks.
Birkir Bjarnason (8) tók vítaspyrnu Íslands undir lok leiks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland var grát­lega ná­lægt því að ná í stig gegn Englandi er liðin mætt­ust í Þjóðadeild UEFA í fót­bolta á Laug­ar­dals­velli í gær, en loka­töl­ur urðu 1:0, Englandi í vil. 

Raheem Sterl­ing skoraði sig­ur­markið úr víti á loka­mín­út­unni en Birk­ir Bjarna­son hitti ekki markið úr víti strax í næstu sókn. James Ward-Prow­se, leikmaður Sout­hampt­on, traðkaði á víta­punkt­in­um áður en Birk­ir tók vítið og eru ekki allir á sama máli um athæfi Englendingsins.

„Þetta kallast að svindla, ég vil ekki sjá þetta,“ sagði Roy Keane, fyrrverandi knattspyrnumaður Manchester United, er enska sjónvarpsstöðin ITV gerði upp leikinn í gærkvöldi. Ian Wright, sem var frægur framherji Arsenal og enska landsliðsins um árabil, var þó ekki sama sinnis.

„Ef þetta gerist í stórmóti og England hagnast á því, þá ætla ég ekki að kvarta yfir þessu,“ sagði Wright.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert