Þrenna hjá Neymar gegn Basaksehir

Kylian Mbappe og Neymar skoruðu samtals fimm mörk í dag.
Kylian Mbappe og Neymar skoruðu samtals fimm mörk í dag. AFP

París St. Germain var ekki í vandræðum með að sigra Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu þegar leikur liðanna fór fram í París í dag. 

Leik var hætt í gær eftir 14 mínútur þegar mikil uppákoma átti sér stað í kringum fjórða dómara leiksins og aðstoðarþjálfara tyrkneska liðsins. Leikurinn í dag hélt síðan áfram frá og með 14. mínútu.

Parísarliðið vann 5:1 í dag og skoraði Brasilíumaðurinn Neymar þrennu í leiknum og Frakkinn Kylian Mbappé skoraði tvö. Mehmet Topal skoraði fyrir Basaksehir. 

París St. Germain vinnur þá riðilinn með 12 stig eins og RB Leipzig. Leikmenn Parísar voru ekki undir pressu í kvöld varðandi það að komast áfram því liðið var með betri stöðu innbyrðis gegn Manchester United sem fékk 9 stig í riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert