Ótrúlegur vandræðagangur í marki Liechtenstein

Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá íslenska liðinu …
Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá íslenska liðinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yanik Frick skoraði eina mark Liechtenstein þegar liðið tók á móti Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í Vaduz í Liechtenstein í kvöld.

Markið kom eftir hornspyrnu í stöðunni 3:0, Íslandi í vil, en Frick skoraði beint úr hornspyrnunni, stöngin inn.

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska liðsins, leit ekki vel út í markinu en hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að Hannes Þór Halldórsson hafði byrjað fyrstu tvo leiki undankeppninnar, gegn Þýskalandi í Duisburg og Armeníu í Jerevan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert