Áhorfandi fór smitaður á leik

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Skapti Hallgrímsson

Áhorfandi sem var á leik Bröndby á Bröndby-vellinum í Kaupmannahöfn í gær, þegar liðið tryggði sér danska meistaratitilinn með 2:0 sigri gegn Nordsjælland, hefur greinst með kórónuveiruna.

Áhorfandinn greindist í dag og var því smitandi í gær þegar hann var á vellinum.

Forsvarsmenn Bröndby höfðu fyrr í dag hvatt alla þá sem tóku þátt í fögnuði félagsins í gær að fara í skimun á næstu dögum og nú þegar hefur fyrsta smitið tengt honum verið staðfest.

Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku hefur af þessum sökum tekið undir orð forsvarsmanna Bröndby og hvatt alla sem tóku þátt í hátíðarhöldunum í gær að fara í skimun fyrir veirunni.

Hjörtur Hermannsson leikur með Bröndby og var einn af lykilmönnum liðsins á liðnu tímabili þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í 16 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert