Fögnuðurinn leiddi til tuga smita

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Það var kátt á hjalla í Kaupmannahöfn þegar Bröndby tryggði sér sinn fyrsta danska meistaratitil í knattspyrnu karla í 16 ár síðastliðinn mánudag. Fagnaðarlætin í kjölfar sigursins hafa hins vegar leitt af sér 37 staðfest kórónuveirusmit.

Á þriðjudaginn greindist fyrsti aðilinn eftir að forsvarsmenn Bröndby höfðu snemma um morguninn hvatt fólk sem tók þátt í fögnuðinum til þess að fara í skimun.

Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku tók undir orð þeirra í yfirlýsingu síðar um daginn og nú hafa samtals 37 manns greinst sem má tengja beint við fagnaðarlætin.

Í fagnaðarlátunum á mánudaginn hlupu meðal annars stuðningsmenn Bröndby inn á Bröndby-völlinn eftir 2:0 sigurinn gegn Nordsjælland sem tryggði sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni.

Hjörtur Hermannsson leikur með Bröndby og spilaði 25 leiki í deildinni á tímabilinu, þó hann rói væntanlega á ný mið í sumar þegar samningur hans við Danmerkurmeistarana rennur út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert