Manchester United er komið upp í toppsæti F-riðils í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir magnaðan 3:2-heimasigur á ítalska liðinu Atalanta í kvöld, en staðan í hálfleik var 2:0 fyrir Atalanta.
Ítalska liðið komst yfir á 15. mínútu þegar Mario Pasalic skoraði af stuttu færi. Merih Demiral tvöfaldaði forskot Atalanta með skalla eftir hornspyrnu og var ítalska liðið í góðum málum í hálfleik.
Marcus Rashford gaf United von er hann minnkaði muninn á 53. mínútu og Harry Magure jafnaði á 75. mínútu er hann kláraði vel á fjærstönginni. Leikmenn United voru ekki saddir því Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið á 81. mínútu með góðum skalla og þar við sat.
Í sama riðli vann Villarreal 4:1-útisigur á Young Boys. Atalanta er með fjögur stig, eins og Villarreal og Young Boys er með þrjú.
Man. Utd | 3:2 | Atalanta | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |