Veiktist illa af kórónuveirunni

Joshua Kimmich er að jafna sig eftir veikindin.
Joshua Kimmich er að jafna sig eftir veikindin. AFP

Joshua Kimmich, lykilmaður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, veiktist frekar illa af kórónuveirunni og spilar ekki á ný fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin.

Kimmich greindist með veiruna í nóvember og fékk talsverða sýkingu í lungun og skýrði frá því að hann hefði ekki verið bólusettur.

„Ég er fínn núna en má ekki reyna á líkamann til fulls strax vegna smá vandræða í lungunum. Ég get ekki beðið eftir því að mega fara að æfa með liðinu á ný. En ég verð að vera þolinmóður enn um sinn og horfa á leikina þrjá sem eftir eru úr stúkunni. Síðan fer ég á fullt í janúar," sagði Kimmich á Instagram.

Hann hefur misst af þremur síðustu leikjum Bayern í þýsku 1. deildinni og leikjum við Dynamo Kiev og Barcelona í Meistaradeild Evrópu vegna veikindanna. Leikirnir sem Kimmich missir af til áramóta eru gegn Mainz, Stuttgart og Wolfsburg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert