Stuðningsmenn Ronaldo stálu hú-inu

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í frumraun sinni með Al-Nassr.
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í frumraun sinni með Al-Nassr. AFP/Giuseppe Cacace

Stuðningsmenn sádi-arabíska knattspyrnufélagsins Al-Nassr eru skiljanlega spenntir yfir komu Portúgalans Cristiano Ronaldo en hann skoraði tvö mörk í frumraun sinni gegn PSG á dögunum. 

Margir stuðningsmannanna eru farnir að búa til söngva um Portúgalann en einn þeirra söngva vakti athygli á samfélagsmiðlum. Söngurinn er afar álíkur Hú-inu sem íslenska þjóðin gerði frægt á Evrópumóti karla í fótbolta 2016 en síðan þá hefur fjöldinn allur af landsliðum sem og félagsliðum stolið söngnum. 

Þeir nýjustu til þess eru stuðningsmenn Al-Nassr en í stað fyrir „Hú!“ segja stuðningsmenn liðsins „Siu!“ en Ronaldo hefur undanfarinn áratug fagnað mestmegnis af mörkum sínum með því að segja Siu. 

Hér má sjá myndband af atvikinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert