Kolbeinn Birgir Finnsson verður fimmti Íslendingurinn til að spila með aðalliði Lyngby. Fyrir eru hjá félaginu þeir Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon en áður hafa Hallgrímur Jónasson (2016-17) og Frederik Schram (2019-22) leikið með liðinu.
Með Kolbeini eru nú tíu Íslendingar í dönsku úrvalsdeildinni, auk þeirra Alfreðs og Sævars Atla, en keppni hefst á ný 17. febrúar eftir vetrarfríið.
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með FC Köbenhavn sem er í þriðja sæti.
Stefán Teitur Þórðarson leikur með Silkeborg sem er í fjórða sæti.
Viðtal við Kolbein er að finna í Morgunblaðinu í dag.