Neymar og Messi hræðilegir í gær

Lionel Messi átti ekki góðan leik í gærkvöldi.
Lionel Messi átti ekki góðan leik í gærkvöldi. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 1:0-útisigur á París SG er liðin mættust í fyrri leik einvígis þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.

Bayern var mun sterkari aðilinn og L'Equipe gaf engan afslátt þegar blaðið gaf leikmönnum Parísarliðsins einkunn frá 0 til 10 í leikslok.

Stórstjörnurnar Lionel Messi og Neymar fengu báðir 3 af 10 mögulegum hjá blaðinu, eins og Marco Veratti, Achraf Hakimi og Warren Zaire-Emery. Sergio Romos og Marquinhos voru skástir hjá frönsku meisturunum að mati blaðsins.

Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, var maður leiksins með 8 af 10 og Josshua Kimmich fékk 7 af 10.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert