Mbappé sló markametið 24 ára

Kylian Mbappé með verðlaun frá félaginu fyrir að slá markametið.
Kylian Mbappé með verðlaun frá félaginu fyrir að slá markametið. AFP/Franck Fife

Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé er nú markahæti leikmaður í sögu París SG en hann sló markamet Úrúgvæans Edison Cavani í gær. 

Mbappé, sem er aðeins 24 ára gamall, setti markið í sigri Parísarliðsins á Nantes, 4:2, í frönsku 1. deildinni í gær. Frakkinn er nú búinn að skora 201 mark fyrir félagið en hann gekk í raðir París SG sumarið 2017. 

Á þessum fimm tímabilum hans hjá Parísarliðinu hefur Mbappé unnið fjóra deildartitla ásamt því að vera markahæsti maður deildarinnar fjórum sinnum. Hann verður að teljast mjög líklegur til að bæta við sig öðrum titli og vera aftur markahæstur, nú á sjötta tímabilinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert