Missti af eigin brúðkaupi og sendi bróður sinn

Mohamed Turay í leik með Malmö.
Mohamed Turay í leik með Malmö. Ljósmynd/Malmö

Mohamed Turay, knattspyrnumaður frá Afríkuríkinu Síerra Leóne, varð fyrir því óláni að missa af eigin brúðkaupi, þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður sænska félagsins Malmö degi fyrir brúðkaupsdaginn.

Voru þá góð ráð dýr, en hann ákvað að senda bróður sinn í sinn stað í eigin brúðkaupsathöfn. Turay var án félags þegar hann og núverandi eiginkona hans ákváðu að gifta sig og velja brúðkaupsdag.

Skömmu síðar hafði sænska félagið Malmö samband og bauð honum samning sem hann gat ekki hafnað.

„Við giftum okkur 21. júlí í Síerra Leóne, en ég var ekki á staðnum því Malmö vildi fá mig til Svíþjóðar. Við tókum brúðkaupsmyndirnar fyrir fram, svo það leit út fyrir að ég væri á staðnum, en bróðir minn mætti í athöfnina í staðinn,“ sagði Turay við Aftonbladet í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka