Þó portúgalskir fjölmiðlar hafi gagnrýnt Cristiano Ronaldo fyrir frammistöðu hans gegn Íslandi í undankeppni EM í fótbolta í gærkvöld er landsliðsþjálfarinn Roberto Martínez á annarri skoðun.
„Það er erfitt fyrir mig að útskýra hvernig 38 ára gamall leikmaður sem hefur spilað fleiri landsleiki en nokkur annar getur verið jafn hungraður og 18 ara gamall leikmaður. Hann er mikil fyrirmynd. Hann reynir alltaf að koma sér í sem besta stöðu og er stöðugt með markið í sigtinu," sagði Martínez eftir leikinn gegn Íslandi en Ronaldo varð markahæsti leikmaður Portúgals í undankeppninni með tíu mörk í tíu leikjum.