Síðustu 18 mínúturnar leiknar í kvöld

Obite Evan NdickaI í leiknum gegn Udinese.
Obite Evan NdickaI í leiknum gegn Udinese. AFP/Tiziana FAB

Fyrsta verk Fabio Cannavaro, nýráðins þjálfara Udinese, verður að spila síðustu 18 mínútur leiks liðsins gegn Roma sem flautaður var af vegna veikinda Evan Ndicka leikmanns Roma. Ndicka settist í grasið um miðjan síðari hálfleik og óttast var að hann væri að fá hjartaáfall. Staðan í leiknum er 1:1.

Það hefur sennilega ekki oft komið fyrir að lið er þjálfað af tveimur mismunandi þjálfurum en það gerist í Udine í kvöld. Leikurinn var flautaður af þann 14. apríl og í millitíðinni var Gabriele Cioffi vikið frá störfum hjá Udinese. Goðsögnin Cannavaro tók við starfi hans á mánudaginn.

Reglurnar á Ítalíu heimila að liðin breyti liðum sínum óháð því hvort menn hafi verið meiddir eða í banni þegar leikurinn fór upphaflega fram að undanskildum þeim leikmönnum sem skipt hafði verið af velli þegar flautað var af.

Ndicka var fluttur á sjúkrahús þar sem kom í ljós að annað lunga hans hafði fallið saman. Hann er byrjaður að æfa á nýjan leik en ekki er talið að hann leiki í kvöld.

Fabio Cannavaro í leik með Guangzhou Evergrande í kínversku ofurdeildinni.
Fabio Cannavaro í leik með Guangzhou Evergrande í kínversku ofurdeildinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert