Hlín með mark og stoðsendingu í sigri

Hlín Eiríksdóttir í leik gegn Þjóðverjum
Hlín Eiríksdóttir í leik gegn Þjóðverjum Ljósmynd/Alex Nicodim

Hlín Eiríksdóttir skoraði og lagði upp í 3:1 sigri Kristianstad á Trelleborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn.

Kristianstad tók á móti Trelleborg í dag og sigraði sannfærandi. Íslendingarnir þrír, Hlín, Katla Tryggvadóttir og Guðný Árnadóttir spiluðu allan leikinn fyrir heimaliðið.

Hlín lagði upp annað mark Kristianstad fyrir Tabby Tindell og skoraði sjálf þriðja mark liðsins eftir sendingu frá Guðný. Gestirnir klóruðu í bakkann í síðari hálfleik en lokastaðan 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert