Lét tvíburabróður sinn spila

Edgar Ié.
Edgar Ié. Ljósmynd/FC Barcelona

Samkvæmt rúmenskum fjölmiðlum hefur varnarmaður Dynamo Búkarest, Edgar Ié, verið ásakaður um að hafa látið tvíburabróður sinn spila fimm leiki í sinn stað á tímabilinu.

Ein furðulegasta frétt helgarinnar kemur frá Rúmeníu en rannsókn er hafin á ásökunum þess efnis að Edgar Ié hafi látið bróður sinn, Edelino, þykjast vera Edgar og spilað leiki fyrir Dynamo.

Grunsemdir vöknuðu þegar leikmaðurinn skildi ekki ensku en Edgar Ié hefur spilað í Hollandi, Spáni og í Frakklandi og því þótti skrítið að hann gæti ekki bjargað sér á ensku. Ef hann verður fundinn sekur munu allt að átta stig verða dregin af Dynamo.

Edgar Ié hóf feril sinn hjá Barcelona en lék aðeins einu sinni fyrir aðallið félagsins. Hann hefur einnig leikið meðal annars fyrir Feyenoord, Trabzonspor og Lille.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert