Tognaði í beinni útsendingu (myndskeið)

Billy Costacurta.
Billy Costacurta. AFP

Varnarmaður AC Milan til margra ára, Alessandro „Billy“ Costacurta, lenti í skondnu atviki í gær þegar hann ákvað að leika eftir tæklingu í leik AC Milan og Cagliari. 

Costacurta lék 663 leiki á ferli sínum hjá AC Milan og 59 landsleiki fyrir Ítalíu. Costacurta var hluti af frægri varnarlínu Mílanó-liðsins ásamt þeim Franco Baresi, Paolo Maldini og Mauro Tassotti og vann fjöldann allan af titlum á löngum ferli.

Costacurta er sérfræðingur um ítölsku A deildina í sjónvarpi og til að leggja áherslu á mál sitt í gær ákvað hann að leika eftir tæklingu sem honum leist vel á í leik AC Milan og Cagliari. Það fór þó ekki betur en svo að goðsögnin virtist togna aftan í læri.

Myndband af atvikinu er hér fyrir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert