Leikurinn stöðvaður vegna óvænts gests (myndskeið)

Þvottabjörn, þó ekki þessi, gerði sig heimankominn á knattspyrnuvelli í …
Þvottabjörn, þó ekki þessi, gerði sig heimankominn á knattspyrnuvelli í Bandaríkjunum í gærkvöldi. AFP/Ezequiel Becerra

Gera þurfti hlé á leik Philadelphia Union og New York City í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi þegar óboðinn gestur hljóp inn á völlinn í Fíladelfíu.

Þar var á ferð þvottabjörn sem gerði sig heimankominn á vellinum um stund og kannaði staðhætti.

Ekki var hægt að halda leik áfram með þvottabjörninn á grasi heimavallar Philadelphia Union og þurfti því einhvern veginn að koma honum af velli.

Starfsmaður hóf að elta þvottabjörninn vopnaður ruslatunnu. Eftir nokkurn eltingaleik hafði starfsmaðurinn að lokum hendur í hári dýrsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert