Mun stærra starf þrátt fyrir lélegan árangur?

Vincent Kompany gæti fengið mun stærra starf.
Vincent Kompany gæti fengið mun stærra starf. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnustjórinn Vincent Kompany gæti farið frá Burnley og í mun stærra starf en þýska stórliðið Bayern München er sagt hafa áhuga á honum. 

Fabrizio Romano greinir frá en samkvæmt honum eru stjórnarmenn Bayern búnir að ræða hvort ætti að ráða Kompany sem næsta stjóra liðsins. 

Kompany féll með Burnley eftir arfaslakt tímabil þar sem liðið endaði aðeins með 24 stig. 

Þá er einnig Brighton að skoða Belgann og þykir líklegt að Kompany muni stýra öðru og stærra liði á næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert