Haukur og Stella þrefaldir Íslandsmeistarar í skíðagöngu

Haukur Eiríksson frá Akureyri og Stella Hjaltadóttir frá Ísafirði urðu í dag þrefaldir Íslandsmeistarar í skíðagöngu er þau sigruðu í skíðagöngu með frjálsri aðferð. Ísfirðingar unnu þrefaldan sigur í 5 km skiðagöngu kvenna með frjálsri aðferð. Ólafur T. Árnason frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í 10 km skíðagöngu pilta.

15 km ganga karla (frjáls aðferð):
  1. Haukur Eiríksson (Akureyri)
  2. Ólafur Björnsson (Ólafsfirði)
  3. Þóroddur Ingvarsson (Akureyri)
Endanlegir tímar lágu ekki fyrir í 15 km göngunni. 5 km ganga kvenna (frjáls aðferð):
  1. Stella Hjaltadóttir (Ísafirði), 17.04 mín.
  2. Katrín Árnadóttir (Ísafirði), 18.11 mín.
  3. Sandra Dís Steinþórsdóttir (Ísafirði), 18.17 mín.
  4. Hanna Dögg Maronsdóttir (Ólafsfirði), 20.32 mín.
Stella sigraði í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð í gær og er því einnig Íslandsmeistari í tvíkeppni. 10 km ganga pilta 17-19 ára:
  1. Ólafur T. Árnason (Ísafirði), 28.37 mín.
  2. Baldur H. Ingvarsson (Akureyri), 28.58 mín.
  3. Árni G. Gunnarsson (Ólafsfirði), 29.41 mín.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert