Íris Edda Heimisdóttir setur stúlknamet í bringusundi

Íris Edda Heimisdóttir var valin íþróttamaður Keflavíkur 1999.
Íris Edda Heimisdóttir var valin íþróttamaður Keflavíkur 1999. mbl.is/Björn Blöndal

Íris Edda Heimisdóttir setti stúlknamet í 100 metra bringusundi á alþjóðlegu sundmóti í Mónakó í gær. Hún synti á 1.13,85 og bætti eigið met um 4/100 úr sekúndu. Undanrásum er lokið í dag en Örn Arnarson hreppti 1. sætið af 18 í 200 m baksundi með því að synda á 2.02,05. Þetta er jafnfram besti tími frá því á EM unglinga í júlí 1999.

Eydís Konráðsdóttir lenti í 11. sæti af 17 í 200m flugsundi á tímanum 2.24,08 og bætti með því tímann sinn. Íris Edda Heimisdóttir lenti í 11. sæti í 200m bringusundi á tímanum 2.39,25. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir lenti í 18. sæti af 38 í 100m skriðsundi á tímanum 59,83. Hjalti Guðmundsson lenti í 11. sæti af 35 í 50m bringusundi á tímanum 1.04,97. Lára Hrund Bjargardóttir lenti í 16. sæti af 38 í 200m skriðsundi á tímanum 59,10. Friðfinnur Kristinsson lenti í 14. sæti í 50m skriðsundi á tímanum 57,05 og bætti þar með tíma sinn um 5/100 úr sekúndu. Flora Montagne lenti í 11. sæti af 18 í 200m fjórsund á tímanum 2.26,79. B-úrslit eru öll synt á undan A-úrslitum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert