Íris Edda Heimisdóttir setti stúlknamet í 100 metra bringusundi á alþjóðlegu sundmóti í Mónakó í gær. Hún synti á 1.13,85 og bætti eigið met um 4/100 úr sekúndu. Undanrásum er lokið í dag en Örn Arnarson hreppti 1. sætið af 18 í 200 m baksundi með því að synda á 2.02,05. Þetta er jafnfram besti tími frá því á EM unglinga í júlí 1999.