Ísland burstaði Tyrkland, 9:0

Íslenska landsliðið í íshokkí vann stórsigur á Tyrkjum í kvöld.
Íslenska landsliðið í íshokkí vann stórsigur á Tyrkjum í kvöld.

Íslend­ing­ar burstuðu Tyrki, 9:0, í loka­leik 3. deild­ar­inn­ar í ís­hokkí en leikn­um er ný­lokið í Skauta­höll­inni í Laug­ar­dals­höll. Þetta var úr­slita­leik­ur­inn um efsta sætið en báðar þjóðir höfðu fyr­ir leik­inn tryggt sér sæti í 2. deild. Íslend­ing­ar unnu alla fjóra leiki sína og hlutu 8 stig. Jón­as Breki Magnús­son, Brynj­ar Þórðar­son og Jón Ingi Hall­gríms­son skoruðu 2 mörk hver og þeir Stefán Hrafns­son, Úlfar Andrés­son og Ingvar Þór Jóns­son eitt mark hver.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert