Öflugasta skáktölva heims, Deep Fritz, gjörsigraði rússneska heimsmeistarann í skák, Vladimír Kramnik, í sex skáka einvígi er lauk í Þýskalandi í dag. Vann Deep Fritz tvær skákir og fjórum lyktaði með jafntefli. Síðustu skákina sigraði tölvan í 47 leikjum. Kramnik hafði viðurkennt áður en einvígið hófst að það yrði á brattann að sækja fyrir sig.
Hann fékk 50 þúsund dollara fyrir að tefla einvígið, en hefði hann sigrað hefði hann fengið 100 þúsund. Í október 2002 náði Kramnik jöfnu í átta skáka einvígi við Deep Fritz, en hugbúnaður þess síðarnefnda hefur verið uppfærður verulega síðan.