Drogba: Ég er leikmaður ársins

Didier Drogba með viðurkenningu fyrir að verða fyrsti leikmaðurinn til …
Didier Drogba með viðurkenningu fyrir að verða fyrsti leikmaðurinn til að skora 10 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Reuters

Didier Drogba framherji Chelsea er með sjálfsálitið í lagi en hann segir í viðtali við breska blaðið News of the World að hann eigi skilið að verða útnefndur knattspyrnumaður ársins á Englandi. Fílabeinsstrendingurinn hefur verið öflugur með Englandsmeisturunum á þessari leiktíð, hefur skorað 17 af mörkum liðsins í öllum keppnum.

,,Ef ég verð ekki valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar þá setur það kjörið niður. Ég trúi því að ég sé besti leikmaður deildarinnar og ég hef aldrei á ævi minni notið mín eins vel og nú. Sá besti í heimi? Ég segi það nú kannski ekki en það er alveg mögulegt," segir Drogba og bætir því við að Chelsea hafi tekið stefnuna á að vinna fjórfalt í ár. ,,Við viljum skrá nafn Chelsea í sögubækurnar og ætlum að gera atlögu að því að vinna allar fjórar keppninnar sem við erum í. Chelsea er besta félagið í heimi og ég hluti af því," segir Drogba.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert