Sigurbjörn Björnsson er Skákmeistari Reykjavíkur 2007 eftir sigur á Skeljungsmótinu, sem lauk í gærkvöldi. Sigurbjörn vann skák sína gegn stórmeistaranum Henrik Danielsen í síðustu umferð Skeljungsmótsins og hlaut hann alls 8 vinninga úr 9 skákum.
Sigurbjörn tapaði engri skák í mótinu en gerði tvö jafntefli, annað við Braga Þorfinnsson sem varð annar á mótinu með 7 vinninga og hitt við Sævar Bjarnason sem varð þriðji með 6½ vinninga.