Anja Pärson varði heimsmeistaratitilinn í risasvigi

Anja Pärson fagnar sigrinum í dag með sínum hætti.
Anja Pärson fagnar sigrinum í dag með sínum hætti. Reuters

Anja Pärson frá Svíþjóð varði heimsmeistaratitil sinn í risasvigi kvenna í dag á heimsmeistaramótinu sem haldið er í Åre í Svíþjóð. Var þetta jafnframt fyrsti sigur hennar á keppnistímabilinu en fimmti HM-titillinn á ferlinum. Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í 26. sæti af 34 keppendum sem komust í mark.

Bandaríska skíðakonan Lindsey Kildow varð önnur og Renate Götschl frá Austurríki þriðja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert