Björn Margeirsson, hlaupari úr FH, hafnaði í öðru sæti í 1.500 m hlaupi á á GE Galan í Stokkhólmi í gærkvöld. Björn hljóp á 3.48,28 mínútum og var tæpum þremur sekúndum frá ungum norskum hlaupara, Joachim Bröndbo, sem kom fyrstur í mark. Tími Björns er hans næst besti í greininni innanhúss og er alveg við viðmiðunartíma Frjálsíþróttasambands Íslands til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram um aðra helgi í Birmingham á Englandi.