Um 50 stuðningsmenn norska knattspyrnuliðsins Brann og danska liðsins OB lentu í slagsmálum í miðborg Óðinsvéa í Danmörku en þar fór leikur liðanna tveggja í Skandinavíudeildinni fram síðdegis. Leiknum lauk með sigri Dana, 3:2.
Að sögn Ritzau fréttastofunnar köstuðu stuðningsmennirnir flöskum og beittu kylfum. Ekki er talið að neinn hafi hlotið alvarleg meiðsl í átökunum.