iben@mbl.is
KOSTNAÐUR vegna þátttöku Íslendinga á heimsmeistaramótinu í sundi, sem haldið verður í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mánuði, er rúmar tvær milljónir króna. Þrír íslenskir sundmenn taka þátt í mótinu og með þeim í för verða verkefnisstjóri landsliða hjá Sundsambandi Íslands (SSÍ), Brian Daniel Marshall og Ásdís Ó. Vatnsdal fararstjóri. Einnig stendur Sundsamband Íslands straum af ferðakostnaði Arnar Ólafssonar dómara til Ástralíu en Alþjóða sundsambandið greiðir uppihald hans á meðan mótið stendur yfir.
Sundmennirnir þrír eru Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Örn Arnarson.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins.