Heimsmeistarinn í svigi karla, Mario Matt frá Austurríki, sigraði á heimsbikarmóti í svigi karla í dag í Slóveníu en Benjamin Raich frá Austurríki varða annar. Ítalinn Manfred Mölgg endaði í þriðja sæti en Björgvin Björgvinsson frá Dalvík náði ekki að ljúka keppni í dag og endaði hann í 49. sæti.